top of page

Fréttir

Evrópska jarðvangsráðstefnan í Reykjanes Geopark er á næsta leiti, en hún verður haldin í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 2. – 4. október næstkomandi. Auk um 200 samtíma erinda (breakout sessions) munu þeir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík og Matthew James Roberts framkvæmdastjóri þjónustu- og rannsóknarsviðs Veðurstofunnar flytja aðalfyrirlestur (keynote) við setningu ráðstefnunnar. Á föstudeginum verður boðið upp á sex skoðunarferðir (field trips) um jarðvanginn á Reykjanesi.  Þá býður Katla jarðvangur upp á bæði dagsferð og tveggja daga ferð í Kötlu jarðvang áður en ráðstefnan hefst. Skráning á ráðstefnuna er enn opin á www.egn2024.is

Ráðstefnan er langstærsti viðburður á vettvangi jarðvanga á Íslandi og því einstakt tækifæri til að kynna sér fjölbreytta starfsemi þeirra vítt og breitt í Evrópu. Í dag eru rúmlega 300 erlendir aðilar skráðir á ráðstefnuna og von er á um 30-50 íslenskum aðilum. Þá sækja ýmsir erlendir aðilar einstaka hliðarviðburði í tengslum við ráðstefnuna. Sem fyrr segir er enn hægt að skrá sig á ráðstefnuna.


Norrænu UNESCO nefndirnar hittust nýverið á fundi á Íslandi. Þuríður Aradóttir Braun kynnti þar m.a. starfsemi Reykjanes Geopark, og á ferð hópsins um Suðurland kynntu þeir Jóhannes M. Jóhannesson og Sigurður Sigursveinsson starfsemi Íslandsnefndarinnar og Kötlu jarðvangs.


Nú stendur yfir ljósmyndasamkeppni í tilefni af 20 ára afmælis hnattræna tengslanets jarðvanga (Global Geoparks Network, GGN). Gerð hefur verið sérstök vefsíða, https://ggn20anniversary.com sem þýdd hefur verið á fjölmörg tungumál, þar á meðal íslensku. Samkeppnin er í þremur hlutum;

·       Myndaleiðangur um jörðina (Earth Visual Odyssey) sem er myndasamkeppni, öllum opin, sem er tileinkuð jörðinni og íbúum hennar.

·       Sögur steinanna (Stone´s Stories). Um er að ræða persónulega myndasögu, t.d. um steina, steingervinga, steindir eða landslag sem hluta af stærri sögu jarðarinnar. Samkeppnin er opin öllum íbúum jarðvanganna.

·       Skilningarvitin fimm í jarðvanginum (The 5 Senses of your Geopark). Um er að ræða ritgerðarsamkeppni ungmenna í jarðvöngunum á aldrinum 12-18 ára.

Skilafrestur er til 31. desember 2024.



26 views

Comments


bottom of page